138. löggjafarþing — 127. fundur,  19. maí 2010.

sanngirnisbætur.

494. mál
[00:09]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Hér sér nú fyrir endann á mjög mikilvægu máli. Ég vil óska Alþingi til hamingju með lyktir þess og þakka forsætisráðherra kærlega fyrir framgöngu hennar í þessu máli. Hún tók af skarið og leysti málið á tveimur dögum í góðri sátt við alla hlutaðeigandi eftir að kom í ljós hvar það strandaði. Þetta eru góð endalok fyrir mjög margt fólk sem átt hefur við mjög mikla erfiðleika að glíma í marga áratugi, margir hverjir. Ég er feginn að geta verið þátttakandi í svona málum á Alþingi. Þetta er gott mál. (Gripið fram í.)