138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

gagnaver í Reykjanesbæ.

[12:19]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Það er leitt að hryggja hv. þingmann. Ég vona að hún hafi daginn af þó að hún sé óánægð með það að ég segi söguna eins og hún er. Á mitt borð hafa ekki komið upplýsingar um málefni nákvæmlega þessa fyrirtækis. Mér var ásamt fleirum boðið að koma og skoða það, held ég, þegar það var á leiðinni á sinn stað í gámi, ef ég veit þetta rétt, en ég hafði ekki aðstöðu til þess frekar en nokkur annar þingmaður, að mér skildist af umsögn fjölmiðla. Ég hef ekki enn haft tækifæri til að kynna mér þetta nánar, en ég var einmitt að hugleiða um daginn að það væri áhugavert.

Það er ákaflega gleðilegt þegar slíkir hlutir gerast. Ég hef reyndar átt viðræður við fleiri áhugasama aðila um uppbyggingu gagnavera og þeir hafa ekki sérstaklega nefnt að þeir þyrftu undanþágur eða sérreglur varðandi skatta. Hins vegar þekkjum við sögu þess fyrirtækis sem fyrst fór af stað með þessi áform og er búið að vinna að þessu alllengi. Það lagði af stað á grundvelli hugmynda um að gerður yrði sérstakur fjárfestingarsamningur. Það er forsaga þess máls.

Um annað sem hv. þingmaður spyr um (Forseti hringir.) er mér með öllu ókunnugt, þ.e. í hvað hv. þingmaður vísar eða að hverju hv. þingmaður ýjar með tali um sérstakan saksóknara.