138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

aukning aflaheimilda.

[12:40]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Það er alveg ágætt að hv. þm. Árni Johnsen brúki litskrúðugt tungutak.

Ég get upplýst að það var haldinn fundur í vor með fjöldanum öllum sem vinnur að útgerð og fiskvinnslu, á mörkuðum og að sölu á fiski erlendis. Þar var farið yfir þetta með Hafrannsóknastofnun og samtökum útvegsmanna og smábátasjómanna. Sitt sýndist hverjum um hvernig taka ætti á málinu en þeirra mat var að það væri of mikil áhætta að auka aflaheimildir í þorski, ekki síst af markaðsástæðum erlendis, það væri svo náið fylgst með að við gengjum örugglega ekki á stofninn okkar í þeim efnum.

Ég styðst ekki bara við minn (Forseti hringir.) eigin þverplanka, frú forseti, sem er mjög góður. Ég hlusta líka á (Forseti hringir.) ráð og umfjöllun annarra í þeim efnum. Það væri mjög gott ef hægt væri (Forseti hringir.) að auka hér aflaheimildir og ég vona að niðurstöður rannsókna Hafrannsóknastofnunar sem koma hér á föstudaginn (Forseti hringir.) gefi okkur vísbendingar um hvort það sé hægt, frú forseti.