fjármálafyrirtæki.
Virðulegi forseti. Þetta var félaga mínum, hv. þm. Pétri H. Blöndal, líkt. Hann er óbilandi bjartsýnismaður með trú á hið góða í öllum manneskjum. Ég skal taka þeirri ábendingu og snara henni hér með yfir til hv. varaformanns viðskiptanefndar og beini því til hans að taka þessum ábendingum frá hv. þm. Pétri H. Blöndal vegna þess að það er nákvæmlega þannig sem á að vinna þetta. Vonleysi mitt byggist kannski fyrst og síðast á reynslu minni í nefndinni en nú á ég ekki lengur sæti í viðskiptanefnd og við skulum vona að vinnubrögðin séu í stöðugri þróun og að þau verði betri og þessum áhyggjum mínum verði svarað með þeim hætti.