fjármálafyrirtæki.
Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. formanni viðskiptanefndar fyrir ágæta ræðu. Hún talar reyndar um gagnrýni en ekki um hugmyndir eða tillögur sem komu fram í umræðunni. Ég vil spyrja hana að því hvernig hún hyggst auka atvinnu á Íslandi með því að menn fara að fjárfesta í hlutabréfum, eða stofnbréfum eða lána til fyrirtækja. Traust á þessum fyrirbærum, hlutabréfum og sparisjóðum er nánast núll og menn hvorki vilja kaupa í þeim hlutabréf né stofnbréf né lána til þeirra. Hvernig hyggst hann koma í veg fyrir að menn upplifi það sama og þeir upplifðu fyrir hrun, að blómleg fyrirtæki séu í raun holuð að innan af stærstu eigendum sínum? Ég sé ekkert í núverandi kerfi sem kemur í veg fyrir það.