138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[16:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er örugglega ómögulegt að koma í veg fyrir að eigendur ræni fyrirtæki sín innan frá ef þeir hafa þann ásetning. Það eru ýmis ákvæði í frumvarpinu sem eiga að gera þeim að minnsta kosti erfitt fyrir og þá m.a. vegna þess að útlánaskrá á að koma upp í Fjármálaeftirlitinu og allar lánveitingar yfir 300 millj. kr. verða skráðar. Auk þess eru takmarkanir á lánum til tengdra aðila einn liður í því að koma í veg fyrir þetta.

Hvað varðar að auka traust fjárfesta á fjármálafyrirtækjum þarf náttúrlega fyrst að tryggja að fólk hafi fjármagn til að fjárfesta. Það voru auðvitað margir sem töpuðu sparifé sínu þegar gömlu bankarnir féllu og mörg heimili voru of skuldsett til að geta farið í slíkar fjárfestingar. Það tel ég vera aðalmálið í dag, að tryggja fjármagn.