fjármálafyrirtæki.
Hæstv. forseti. Þetta var mjög fróðlegur fyrirlestur um Glass-Steagall löggjöfina bandarísku og gaman að hlýða á hann nema hvað hann hefur verið fluttur áður. Þessi fyrirlestur hefur margoft verið fluttur áður hér í þinginu. Ég er hér með tvö lagafrumvörp, annað frá árinu 2003 þar sem ég er 1. flutningsmaður ásamt hv. þm Steingrími J. Sigfússyni og hitt frá haustinu 2008 þar sem ég er 1. flutningsmaður ásamt hv. þm. Jóni Bjarnasyni.
Sá flokkur sem stóð í vegi fyrir því að þessar lagabreytingar næðu fram að ganga heitir Sjálfstæðisflokkur. Ég veit ekki betur en hv. þingmaður, fyrirlesarinn frá því fyrir stundu, Tryggvi Þór Herbertsson, hafi boðið sig fram fyrir þann flokk og tali í umboði hans.
Nú langar mig til að spyrja hv. þingmann hvort það kunni að vera að vankunnátta, sem honum verður tíðrætt um, hafi valdið því að samflokksmenn hans komu í veg fyrir að þessi löggjöf næði fram að ganga á sínum tíma.