138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[16:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir þessa spurningu og verð að segja að það hefði betur verið hlustað á hv. þingmann á sínum tíma.

Hitt er annað mál að ég held að það hafi ekki verið af vankunnáttu, eins og hv. þingmaður gefur í skyn, að þetta frumvarp þeirra félaganna varð ekki að lögum. Andinn var sá að við ættum að vera í takt við hina evrópsku löggjöf og hið evrópska reglugerðarumhverfi. Ég get ekki sakað hv. þingmann um að hafa staðið að því að fara út í aðildarviðræður við Evrópusambandið en það er algjörlega ljóst að sú ákvörðun okkar að taka hér upp evrópskt reglugerðarumhverfi hafði áhrif á það að þessi góða tillaga hv. þingmanns gekk ekki fram. Þetta þótti ekki í anda evrópskrar löggjafar.

Hefðin er ekki sú og maður á ekki að varpa spurningum til baka á þann sem flytur andsvar, en ég ætla samt að leyfa mér það. Þau mistök sem voru gerð að hlusta ekki á hv. þingmann, finnst hv. þingmanni að þeir flokkar sem hann ver falli hér í þinginu eigi að gera mistökin sem hann varaði við?