138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

sveitarstjórnarlög.

15. mál
[17:04]
Horfa

Frsm. samgn. (Róbert Marshall) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti samgöngunefndar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og henni hafa borist umsagnir frá fjölmörgum sveitarfélögum.

Í frumvarpinu er lagt til að viðmiðunarmörk fjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum sem taka mið af íbúatölu verði hækkuð í þeim tilgangi að fleiri íbúar geti komist til áhrifa innan sinna sveitarfélaga. Athygli nefndarinnar hefur verið vakin á því að á vettvangi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis standi nú yfir heildarendurskoðun á sveitarstjórnarlögum.

Leggur nefndin því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Er um þetta samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu í samgöngunefnd.