138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:04]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég kem upp til að tjá mig um atkvæðagreiðslu sem er í eðli sínu mjög einkennileg. Hér er verið að knýja á um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þar á meðal tvo af þremur aðalbönkum landsins sem ekki er vitað í hverra eigu eru. Stundum hefur verið haft á orði að tilveran sé súrrealísk en mér finnst þetta taka öllu fram að Alþingi skuli láta sér detta í hug að fara út í þessar breytingar án þess að vita hverjir eiga bankana. Þetta er í einu orði sagt alveg fáránlegt og ég mun sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.