138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:18]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í 17. gr., d-lið, er fjallað um að Fjármálaeftirlitið setji reglur um með hvaða hætti lán koma til útreiknings á áhættu- og eiginfjárgrunni og í mati á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja. Ég vil beina því til viðskiptanefndar að hugað verði að því hvaða boð og bönn verða sett þarna inn vegna þess að þarna er auðvelt að misstíga sig. Jafnframt vil ég benda á eina reglu þar sem bankar gætu lánað út á eigið fé, ef það verður leyft þarf að draga það frá eiginfjárgrunni til þess að minnka áhættu í fjármálafyrirtækjum.