138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:24]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Margir hér inni hafa gagnrýnt kröfuna um að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar banka og vátryggingafélaga þurfi að hafa lokið háskólaprófi en í þessu ákvæði er Fjármálaeftirlitinu jafnframt gefið það hlutverk að veita undanþágu frá þessari menntunarkröfu. Menntunarkrafan er ekki eina hæfiskrafan. Það er líka gerð krafa um reynslu á sviði fjármálastarfsemi sem þýðir að nýútskrifaðir viðskiptafræðingar, hagfræðingar og lögfræðingar eru ekki hæfir til þess að sitja í stjórnum eða taka að sér framkvæmdastjórastöðu í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið getur ekki veitt undanþágur frá því. (Gripið fram í.)

Frú forseti. Ég tel brýnt að gera strangari hæfiskröfur til stjórnenda fjármálafyrirtækja í ljósi þess hversu miklir almannahagsmunir eru í húfi. Ég segi því já.