138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:28]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Tilgangurinn með þessum breytingum er að reyna að tryggja að starfsmenn hafi langtímahagsmuni fyrirtækisins í huga þegar þeir horfa til kaupauka síns eða starfsloka. Þetta á að draga úr áhættusækni starfsmanna sem var einmitt annað atriði sem bent var á að hefði verið ríkjandi í íslenska fjármálakerfinu fyrir hrun. Ég vil sérstaklega hvetja Fjármálaeftirlitið til þess að horfa til Norðurlandanna, til þeirra reglna sem þau hafa verið að setja varðandi kaupaukakerfi og starfslokasamninga, og að gengið verði eftir því að þær reglur sem fyrirtækin setja sér tryggi að starfsmenn hafi langtímahagsmuni, bæði fyrirtækisins og samfélagsins, í huga.