138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

tæknifrjóvgun.

495. mál
[15:46]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég styð þetta mál heils hugar. Ég veit að það mun fara inn í heilbrigðisnefnd á milli umræðna vegna þess að við þurfum að skoða eitt atriði aðeins betur en það er umsögn sem kom og við munum kíkja aðeins á.

Ég vil koma því á framfæri við þingheim að ég tel að það sé mjög mikilvægt að við náum að samþykkja þetta mál í vor því ég þekki dæmi um konur sem bíða eftir að fá gjafaegg. Tíminn skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þessar konur og þær eru að fylgjast með umræðunni og því hvenær þetta mál verður afgreitt. Ég vona því að okkur lánist að afgreiða þetta núna á vorþinginu.