138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

framhaldsskólar.

578. mál
[18:51]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að vekja athygli á því sem við ræddum í umræðunni fyrr í dag, að við erum að fara að greiða atkvæði um ýmsar breytingar sem gera það að verkum að ríkisvaldið getur staðið við breyttar forsendur í efnahagsmálum og fullnustað ný framhaldsskólalög með því að breyta aðeins til og frá. En við erum ekki, og það er ekki á dagskrá þingsins, að taka til greina og fjalla um sambærilegar breytingar sem menn þyrftu að gera í sambandi við grunnskólalögin þannig að sveitarfélögin í landinu gætu brugðist við með sambærilegum hætti og ríkisvaldið því að þau búa við sama bankahrun og sama efnahagshrun. Ég vildi bara benda þingheimi á að við þyrftum að greiða atkvæði um það á eftir en það erum við ekki að fara að gera.

Ég er hins vegar ekkert mótfallinn þeim breytingum sem hér eru gerðar.