138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

heilbrigðisþjónusta.

308. mál
[19:11]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Ég er mjög hissa á því að meiri hlutinn skuli ekki fallast á þessa tillögugrein sem kom frá hæstv. heilbrigðisráðherra. Með greininni á að auka svigrúm til endurskipulagningar í heilbrigðisþjónustunni. Það á að auka svigrúm til að hagræða og gera breytingar á innra skipulagi stofnana. Það á sem sagt að taka innra skipulag stofnana úr lögum. Það er alveg með ólíkindum að meiri hluti Alþingis, ríkisstjórnarflokkarnir sem segjast vilja hagræða í rekstri og gera hlutina einfaldari og skilvirkari, skuli vilja viðhalda í lögum ákvæðum um innra skipulag fyrir yfirlækna og yfirhjúkrunarfræðinga. Þetta er stórskrýtið og þess vegna sit ég hjá við atkvæðagreiðsluna.