138. löggjafarþing — 130. fundur,  1. júní 2010.

húsnæðismál.

634. mál
[20:58]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að halda efnislega ræðu um þetta mál. Ég held að það standi til að frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, sem og hið svokallaða bílalánamál sem við ræðum næst á dagskránni, fari bæði til umfjöllunar í hv. félags- og tryggingamálanefnd. Ég kom hér upp til að óska eftir því, vegna þeirra miklu efnahagslegu áhrifa sem bæði þessi mál gætu haft, að hv. efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd fái þau til umsagnar. Þá er rými til að skoða þetta út frá þeim efnahagslegu áhrifum sem þessi mál kunna að hafa. Ég vildi koma upp til þess að koma þessari ósk á framfæri.