138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

fundarstjórn.

[11:38]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Mig langar fyrst og fremst til að bregðast við orðum hv. þm. Guðbjarts Hannessonar. Ég get tekið undir að formlega er það auðvitað svo, eins og við þekkjum, að þingið hefur forræði yfir afgreiðslu mála í þinginu en ekki ríkisstjórnin. Þess vegna er eðlilegt að þingmenn taki mál upp við forseta, eins og gert er í þessari umræðu, og gagnrýni það sem þeim finnst ábótavant, enda eru umræður um fundarstjórn forseta sá vettvangur sem þingmenn hafa til þess að koma gagnrýni á framfæri þegar þeim finnst yfir sig gengið.

Eins og hv. þingmaður þekkir reynir stjórnarmeirihluti oft að ganga yfir minni hlutann og við höfum séð dæmi um það í fjölmörgum nefndum undanfarna daga. Þar hefur verið (Forseti hringir.) gengið yfir minni hluta í nefndum. Því er ekki nema eðlilegt að (Forseti hringir.) stjórnarandstaðan noti þau fáu tækifæri sem hún hefur (Forseti hringir.) til þess að koma mótmælum á framfæri, þó að meiri hluti stjórnarflokkanna, þegar hann er fyrir hendi, (Forseti hringir.) komi málum sínum hugsanlega endanlega í gegn. (Forseti hringir.)

Hæstv. forseti. Ég biðst afsökunar.