138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:12]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum í þann mund að fara að greiða atkvæði um merkt mál. Við sjálfstæðismenn sátum hjá við atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu vegna þess hvernig málsmeðferðin hafði verið. Það er ljóst að mörgum misbýður hvernig haldið hefur verið á þessu máli í þinginu. Það hefur verið til umræðu frá því fyrir jól og ekki fékkst botn í það fyrr en einn af hluthöfum var raunverulega þvingaður til þess að gangast undir einhvers konar syndaaflausn með því að afsala sér ríkisábyrgð. Þetta er merkt mál. Það mun skapa mörg störf. Við munum fá ágætisverð fyrir þá orku sem þetta gagnaver notar. (Forseti hringir.) Þess vegna mun ég og margir félagar mínir styðja þetta mál.