138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:14]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sá sem hér stígur í pontu galt varhuga við aðkomu Björgólfs Thors Björgólfssonar að ívilnunarþætti málsins í upphafi þegar málið kom fyrir Alþingi, enda var eðlilegt að gagnrýna það á því stigi. Síðan hefur mikið vatnið runnið til sjávar. Ég vil taka það fram að iðnaðarnefnd Alþingis hefur unnið vandað verk í þessu efni og er þinginu til sóma hvernig tekið hefur verið á því innan nefndar. Þar hafa mikil skoðanaskipti átt sér stað. Málið er komið í mun betri farveg en það var í í upphafi og er sú vinnuaðferð þinginu til sóma, svo ég endurtaki það. Hér eru meiri hagsmunir hafðir að leiðarljósi fyrir minni og spurningin er: Ef við ætlum á annað borð að ræða þetta í þaula hvar byrjar þá ormahreinsunin í íslensku samfélagi og hvar endar hún?