138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:15]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sumir elska fjölþjóðahyggjuna og samvisku heimsins með slíku offorsi að þeim þykir sjálfsagt að þjóðir jarðar verði kynlausar. Það hentar ekki Íslendingum. Flest orkar tvímælis og þetta mál snýst um það að við sýnum að við elskum fólkið í landinu okkar meira en nokkuð annað. Við þurfum að koma til móts við atvinnuleysi, bullandi atvinnuleysi þúsunda manna, og þetta er liður í því að leysa úr því verkefni að hluta. Þess vegna ber að fagna því hvernig málið hefur verið unnið og lagt fram og auðvitað eigum við að fylgja því eftir ef við viljum standa við það að vera Íslendingar.