138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:21]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil óska ríkisstjórn og iðnaðarnefnd til hamingju með þetta frumvarp. Hér er stigið jákvætt skref í atvinnumálum þjóðarinnar, um 200 ný störf verða til við þessa framkvæmd og 330 afleidd. Verðmæti fjárfestingarsamningsins er áætlað um 550 millj. kr. Vegna þess að hér hefur orðið að umtalsefni aðkoma umdeilds viðskiptaaðila ber að geta þess að það hefur orðið að samkomulagi að Novator greiði ríkinu þá fjárhæð sem svarar til fjárhagslegs ávinnings félagsins af þeim samningi. Tekist hefur að sigla þessu máli í ásættanlegan farveg að mínu mati og koma til móts við ólík sjónarmið. Ég segi því já.