138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:29]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Loksins, loksins er komið að því að við fáum að gera grein fyrir atkvæði okkar og fjalla um þetta mál. Okkur ber að veita fólki í landinu von. Til þess þarf kjark og hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Ég veit og hef séð það í þinginu að þetta mál hefur vafist fyrir mörgum en það er hins vegar ekki hægt að standa hér og benda á að það eigi bara að gera eitthvað annað til að efla atvinnulífið á Íslandi. Hér er málið komið og ég segi já við því að fjölga störfum á Suðurnesjum. Ég segi já við því að hér verði fjárfest í íslensku atvinnulífi og ég segi já, frú forseti, þótt fyrr hefði verið.