138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Nú er komið að atkvæðagreiðslu um þetta mál nokkrum vikum eftir að 3. umr. lauk. Ég játa að mér hefur, eins og ábyggilega fleiri þingmönnum, ekki veitt af þeim tíma til að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera, vegna þess að í þessu máli togast á virkilega erfið sjónarmið og þingmenn eru í erfiðum aðstæðum hvað þetta varðar. Annars vegar er um það að ræða að málsmeðferð í þessu máli hefur verið með ólíkindum síðustu mánuði, með algjörum ólíkindum. Þetta er mikið furðumál á allan hátt. Á hinn bóginn tek ég undir þau sjónarmið sem fram hafa komið, aðgerðaleysi þessarar ríkisstjórnar í atvinnumálum er svo sárt og svo stórt vandamál, að þegar hér kemur verkefni sem getur fært okkur fjárfestingu og störf, get ég ekki annað en stutt það. Þingmaðurinn segir já.