138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Er það siðferðislega réttlætanlegt að aðstoða Björgólf Thor Björgólfsson við að halda áfram að fjárfesta hérlendis þrátt fyrir allt sem á undan er gengið? Frú forseti. Ég segi nei.

Það ber kannski að fagna því að loksins gerum við eitthvað, ég fagna því t.d. að nú ætlum við að setja lög sem verða ólögleg strax á morgun. Þetta er stórkostlegt. Þetta verður virkilega til að efla traust og trú almennings á þessu þingi. Hér ríkir aðeins 10% traust á þinginu. Haldið þið virkilega, kæru hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar, að þetta verði til þess að efla traust og trúnað á þinginu?

(Forseti (ÞBack): Þingmaðurinn segir?)

Nei.