138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:41]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér stígum við eitt stærsta skrefið í atvinnumálum frá hruninu, mjög mikilvægt skref. Vissulega eru mörg siðferðileg álitamál í þessu. Ég hef fullan skilning á því en met þá hagsmuni meira sem felast í þeirri atvinnu- og verðmætasköpun sem fylgja þessu verkefni. Líka þeirri viðurkenningu sem eitt stærsta fjárfestingarfélag Bretlands sýnir með því að vilja fjárfesta á Íslandi eftir það hrun sem hér varð. Þetta er okkur gríðarlega mikilvægt í þeirri kynningu sem þörf er á á þessu landi sem vænlegum fjárfestingarkosti í atvinnulífi. Ég held að ábyrgð okkar þingmanna liggi í því að sjá til þess að þessu mesta böli Íslandssögunnar verði aflétt, þ.e. því atvinnuleysi sem hér ríkir. Það er rík siðferðisleg skylda að standa með þjóðinni í þessum efnum, þótt önnur álitamál séu vissulega til greina tekin. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Þingmaðurinn segir?)

Já.