138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

afbrigði um dagskrármál.

[15:51]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég er alfarið á móti því að taka inn fleiri mál núna, nóg er nú komið af málum sem við þurfum að afgreiða. Ég er ekki efnislega með eða á móti málunum sem verið er að biðja um afbrigði á, en ég held að nóg sé komið. Við formennirnir ættum einfaldlega að setjast niður saman og ákveða hvað verður að afgreiða, hvað á að vera í forgangi. Ég skora á ríkisstjórnina að hætta að dæla nýjum málum inn í þingið.