138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun.

354. mál
[11:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að hverfa frá stofnanavæddri þjónustu sem hefur oft og tíðum verið sundurlaus. Það hefur verið kvartað dálítið mikið undan því. Hún er dýr og ekki alveg í samræmi við þarfir þeirra sem njóta. Það er verið að hverfa frá þeirri þjónustu yfir í að notandinn sjálfur skipuleggi og ákveði sína þjónustu. Ég tel það mikið til bóta, þjónustan verði betri og það er jafnvel talið að þetta sé ódýrara en sú þjónusta sem veitt er í dag í gegnum dýrar stofnanir. Ég segi já.