138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

framhald umræðu um stjórnlagaþing.

[15:54]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil benda þingmönnum á að það liggur ekki enn þá fyrir hvenær t.d. þingfundur byrjar á morgun. Hvernig er hægt að stunda þessa vinnu? Ég var inni á vef Alþingis áðan og ég fann ekki út úr því hvenær þingfundur ætti að byrja. Mér er bent á að samkvæmt hefð sé það kl. 10.30 á þriðjudögum. Gott og vel. Við erum gjarnan ekki boðuð í nefndir nema með klukkutíma fyrirvara. Hvernig er hægt að skipuleggja sig þegar umgjörð Alþingis er með þessum hætti? Mér er algjörlega nóg boðið hvernig meðhöndlun á umræðu um stjórnlagaþing er hagað í þinginu. Þetta er ekki ásættanlegt. Og það að þingmenn þurfi að vera að undirbúa sig með kannski hálftíma og klukkutíma fyrirvara fyrir mál sem eru skyndilega sett á dagskrá — mér finnst engu líkara en hreinlega sé verið að reyna að stytta ræðutíma og gefa þingmönnum ekki kost á því að tala í málum, fyrst sífellt er verið að breyta dagskrá þingsins.

Herra forseti. Ég mótmæli þessu harðlega. (Forseti hringir.)