138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[18:46]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég er nú hreint ekki viss um að ég hafi náð þessari spurningu, ég verð bara að viðurkenna það. Eins og ég skildi hv. þingmann er hann að spyrja hvort við eigum að krukka eitthvað í stjórnarskrána áður en við byrjum á þessu eða leggja til einhverjar breytingar. Ég vil byrja með hreint borð, þannig að það sé alveg á hreinu, og ég held að það sé almenn sátt um það í þjóðfélaginu að fara í þessa vinnu. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé almenn sátt um það í Sjálfstæðisflokknum, en vil þá benda hv. þingmanni á að þjóðin er ekki Sjálfstæðisflokkurinn.