138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:41]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst svarið liggja í augum uppi. Ég er kannski svona einfaldur norðanmaður. Ég benti á það í ræðu minni að stjórnlagaþing er helsta baráttumál ríkisstjórnarinnar og hæstv. forsætisráðherra. Frumvarpið sem við ræðum hér er samið af hæstv. forsætisráðherra og ráðgjöfum hennar. (Gripið fram í.)

Mér finnst fullkomlega eðlilegt að ég sem þingmaður geri þá kröfu að aðalhöfundur og aðalbaráttumaður frumvarpsins sem við ræðum, sé viðstaddur aðalumræðu frumvarpsins. Mér þykir það miður ef hv. formaður allsherjarnefndar skilur ekki það sem mér finnst vera eðlileg og sanngjörn krafa.