138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:47]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst allt benda til þess að úr því að við, hv. þm. Óli Björn Kárason og ég, erum fallnir hér í faðma og höfum myndað bandalag gagnkvæmrar aðdáunar sé alls ekki útilokað að draga stjórnmálaflokkana upp úr skotgröfum vegna þess að verkefni þeirra er ekki að koma stefnuskrá sinni á prent eða sem mestu af henni heldur þeim gildum sem þjóðin telur sameiginlega að hún geti lifað við án þess að verði borgarastríð í landinu. Það er verkefnið í raun og veru. Látið, ágætu þingmenn, nýfundinn kærleika milli mín og hv. þm. Óla Björns Kárasonar verða að fyrirmynd. Af hverju getum við ekki fallist í faðma um að gera þetta í samvinnu? Af hverju þarf að troða þessu niður um kokið á manni af veikum meiri hluta stjórnar (Forseti hringir.) sem veit hvorki hvort hún er að koma eða fara?