138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[23:36]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að hv. þm. Einar K. Guðfinnsson þurfi aðeins sperra eyrun betur. Ég sagði að allir flokkar væru að einhverju leyti valdasæknir og það er eðlilegt að flokkar séu það en Sjálfstæðisflokkurinn er mjög valdasækinn. Það sagði ég og ég stend við það. (Gripið fram í: En Framsóknarflokkurinn?)

Mjög litlar breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskránni í þau 130 ár eða svo sem við höfum búið við hana. Það hljóta menn að viðurkenna. (Gripið fram í.) Breytingarnar á mannréttindakaflanum — það er kannski rangnefni að segja minni háttar en þær voru óumdeildar. Það er kannski betra og skýrara að orða það þannig. Það er ekkert erfitt að gera breytingar sem eru óumdeildar, það er bara létt. (REÁ: Ef þær eru unnar rétt.) Ef þær eru hins vegar umdeildar og ef menn takast á um hagsmuni og völd er það erfitt. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn svona mikill dragbítur (Forseti hringir.) á breytingar á stjórnarskránni.