138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

heilbrigðisþjónusta.

308. mál
[11:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hæstv. heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp um að auka sveigjanleika í heilbrigðiskerfinu þannig að ráðherra sé gert kleift að spara í því kerfi, sem er mjög nauðsynlegt. Hv. heilbrigðisnefnd tók frumvarpið og dró úr því allar vígtennur. Ég get þess vegna ekki greitt atkvæði með því þó að þetta sé í sjálfu sér gott mál. Það var nefnilega miklu betra.