138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[14:34]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Á meðan Róm brann lék Neró á fiðlu. Borist hafa nýjar upplýsingar um að 22.000 heimili glími við alvarleg vanskil, 11.000 börn eigi foreldra sem glíma við alvarleg vanskil og tæplega 8.000 til viðbótar stefni að óbreyttu í alvarleg vanskil — 30–40% íslenskra heimila þurfa á aðstoð eða frekari aðstoð að halda.

Það er ekki skynsamleg verkstjórn af hálfu Alþingis og okkar alþingismanna að haga umræðum og skipulagi á þingi á þann veg að verið sé að ræða um stjórnlagaþing. Ég hygg að íslensk heimili og fyrirtæki sem nú brenna séu ekki með hugann við það að Alþingi afgreiði frumvarp um ráðgefandi stjórnlagaþing.