138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[15:12]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir þessi svör sem voru ágæt. Hann tekur í rauninni undir að hugsanlega sé skynsamlegt að taka málið út af dagskrá og fresta því til haustsins hafi ég skilið hann rétt þannig að þessi virðulega samkoma geti farið að taka fyrir mál sem brenna á íslenskum heimilum. Ég vakti athygli á því áðan að 22 þúsund íslensk heimili eru komin í alvarleg vanskil, 30–40% íslenskra heimila þurfa á aðstoð að halda og þurfa ekki að sinni, hugsanlega í haust, á ráðgefandi stjórnlagaþingi að halda.