138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar.

569. mál
[20:38]
Horfa

Frsm. viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (minnihlutavernd o.fl.). Breytingartillagan er komin frá mér sem formanni viðskiptanefndar og er um að ræða orðalagsbreytingar, þar af leiðandi smávægilegar breytingar sem ekki breyta innihaldi þess sem þegar hefur verið samþykkt.