138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

tekjuskattur.

659. mál
[17:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þá langar mig til að spyrja hv. þingmann áfram: Hefur hann kynnst því að bankar séu sérstaklega örlátir við skuldara sína, að þeir séu sem sagt að gefa fólki peninga? Er það hans reynsla, kjósenda hans?

Svo er það önnur spurning: Nú er hv. þingmaður fulltrúi landsbyggðarkjördæmis. Hvernig telur hann að það virki á kjördæmi hans ef t.d. fjöldi bænda verður gjaldþrota út af stofnfjárbréfunum og verður að bregða búi?

Þriðja spurningin til hv. þingmanns, hann segir að þetta skuli skoðast í efnahags- og skattanefnd þegar þetta kemur þangað: Veit hv. þingmaður ekki af því að það eru þrír dagar eftir af þinginu?