138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

tekjuskattur.

659. mál
[17:31]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að fá kennslustund í skattasögu landsins og líklegast eru fáir sem þekkja hana betur en hv. þm. Pétur H. Blöndal. Það er verst að hann hafi ekki lengri tíma til að fara í gegnum hana því að sagan skiptir máli, við þurfum að draga lærdóm af henni.

Undir lokin vék hv. þingmaður að fjármagnstekjuskattinum. Ég held að ein ástæða þess að það eru ákveðnar hugsanavillur eða kerfisvillur, það skiptir ekki máli hvaða orð við notum, innbyggðar í tekjuskattslögin sé sú hvernig margir þingmenn tala um tekjuskattskerfi ríkisins. Helstu rökin fyrir því að hækka fjármagnstekjuskattinn úr 10% upp í 18% voru að miðað var við launatekjur, að þetta væri ranglátt o.s.frv. Síðan kemur í ljós að 10% fjármagnstekjuskattur á liðnu ári þýddi í raun 43% skatt þannig að fjármagnstekjur voru miklu óhagstæðari en launatekjur. Margir þingmenn tala um að það sé óréttlátt að fjármagnstekjur séu skattlagðar lægra en venjulegar launatekjur. Í kerfinu sem við búum við, mikilli verðbólgu að það er ekki hægt að draga frá fjármagnsgjöld, (Forseti hringir.) búum við við það að á síðasta ári voru fjármagnstekjur skattlagðar um 43%.