138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[18:21]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með hve góð samstaða er á þinginu um þetta mál. Það var athyglisvert að fylgjast með umræðum fyrr í dag þar sem voru ræddar ýmsar breytingartillögur og þær voru allar alveg nákvæmlega í sömu átt og málflutningur meiri hlutans. Ég held að við getum verið afskaplega ánægð með það, virðulegi forseti, að það sé góð sátt um mál sem þetta. Ég held að það sé mikilvægt að í slíkum málum, þó að það sé æskilegt í flestum málum, sé góð samstaða. Ég vildi bara nota tækifærið og lýsa yfir ánægju minni með samstöðuna.