138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[19:03]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hingað til að kvarta yfir dagskrá þessa fundar sem var boðað til bara núna klukkan sex. Við erum að ræða mál nr. 7, fjármálafyrirtæki, og ég er með nefndarálit sem er í prentun núna og var ekki tilbúið vegna þess að málið átti ekki að koma á dagskrá fyrr en á morgun var mér sagt.

Mér finnst ótækt að umræða hefjist áður en öll skjöl málsins liggja fyrir. Nú skilst mér að það eigi að gera matarhlé í klukkutíma. Klukkan átta eigum við hv. þm. Lilja Mósesdóttir og hv. þm. Eygló Harðardóttir sem ætlum allar að ræða hér málið, og tvær okkar að mæla fyrir nefndarálitum, að vera á öðrum fundi. Ég fer því fram á að þessari umræðu verði frestað til morguns.