138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[19:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Ég ítreka þá beiðni mína að þessi umræða verði flutt á annan tíma, helst þangað til á morgun. Við erum þrjár, þrír hv. þingmenn, sem verðum á fundi í svokallaðri samræmingarnefnd sem hefur leyfi til að funda meðan á þingfundi stendur. Sú nefnd hefur það hlutverk að lagfæra ýmis gölluð frumvörp sem ríkisstjórnin hefur lagt fram og við verðum bara því miður að fá að gera það.