138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

mat á umhverfisáhrifum.

514. mál
[13:01]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við 1. umr. þessa máls ræddi hæstv. umhverfisráðherra um að tilgangurinn með frumvarpinu væri að færa verklagið nær því sem gerðist í raunveruleikanum, að ástæða þess að það þyrfti að lengja ferlið úr tveimur mánuðum í þrjá með möguleika á framlengingu í þrjá mánuði væri sú að færa afgreiðslutímann nær raunveruleikanum og þeim tíma sem þarf. Ég fagna því að vissu leyti og vona svo sannarlega að hæstv. umhverfisráðherra lagi sig að þessum nýja raunveruleika í staðinn fyrir að taka 14 mánuði eins og gert var í tilfelli sveitarfélaganna við neðri Þjórsá. Ég vona sannarlega að hæstv. umhverfisráðherra standi við það sem hún talaði um hér við 1. umr. og standi við þessa fresti í framtíðarafgreiðslu mála sinna.