138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

mat á umhverfisáhrifum.

514. mál
[13:02]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég greiði ekki atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu vegna þess að ég tel að það sé í raun engin ástæða til að lengja þetta ferli heldur þvert á móti er mikilvægt að taka til endurskoðunar lög um umhverfismat. Eins og fram hefur komið hér hefur verið bent á það, m.a. fyrir iðnaðarnefnd, að ferlið sé lengra en hjá mörgum samkeppnisþjóðum okkar. Ég held að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að þá eigi að fórna gæðum umhverfismatsins. Ég held hins vegar að nauðsynlegt sé að fara í gegnum ferlið og reyna að stytta það eins og mögulegt er. Því held ég að ekki sé rétt að taka það skref núna að lengja frestinn.