138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

bygging nýs Landspítala við Hringbraut.

548. mál
[13:12]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Að þessu máli hefur verið unnið af mikilli elju í mörg ár og hafa flestallir stjórnmálaflokkar komið að því. Ég styð þetta mál heils hugar. Með þessu skrefi sem við tökum erum við vonandi að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar í landinu til framtíðar sem og að auka hagræði í rekstri stærsta vinnustaðar landsins, sem er Landspítalinn.

Við framsóknarmenn höfum komið að þessu máli á mörgum stigum. Ég tek undir með þeim sem segja að við þurfum að fara vandlega yfir málið hér á vettvangi þingsins, það er hlutverk okkar. En ég styð málið eindregið og fagna því að það sé komið hingað í atkvæðagreiðslu.