138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda.

558. mál
[13:15]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Því hefur verið haldið hér fram og fullyrt reyndar að þetta frumvarp brjóti í bága við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ég vil andmæla því og minna þá sem því halda fram á að lesa lögskýringargögn með núgildandi félagafrelsisákvæði sem leitt var inn í stjórnarskrána árið 1993 eða 1994. Þar kom upp þessi deila, hvort sjúkrasjóðsiðgjöld eða iðgjöld í orlofssjóði brytu gegn væntanlegu ákvæði. Niðurstaða nefndarinnar var samhljóða sú að félagafrelsisákvæðið hróflaði í engu við sambærilegum greiðslum og hér er verið að mæla fyrir um.

Ég geng því til þessarar atkvæðagreiðslu fullviss um að ekki sé verið að brjóta í bága við stjórnarskrána og segi já.