138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

aðgangur fjárlaganefndar að upplýsingakerfum ríkisins.

220. mál
[13:31]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri breiðu samstöðu sem er að myndast um þessa þingsályktunartillögu sem ég hef reyndar haft miklar væntingar til, vegna þess að hún var flutt af allri hv. fjárlaganefnd.

Með samþykkt þessarar tillögu, virðulegi forseti, geta hv. þingmenn undirbúið sig og sett sig betur inn í fjárlög ríkisins við vinnslu þeirra. Með þeim hætti er unnt að auka gæði fjárlagavinnunnar sem ég tel ekki vanþörf á.