138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi.

517. mál
[13:39]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að með þessu máli er verið að auðvelda uppgjör á milli gamla og Nýja Landsbankans en það er líka verið að gera grundvallarbreytingar á reglum sem gilda um samningsveð. Menn skulu vera meðvitaðir um það að verði frumvarpið að lögum mun það skerða rétt innstæðueigenda við gjaldþrot fjármálafyrirtækis, í þessu tilviki Landsbankans.

Þetta frumvarp er skilgetið afkvæmi samningaviðræðna sem áttu sér stað milli gamla Landsbankans og Nýja Landsbankans og fjármálaráðuneytisins. Eins og hér hefur komið fram voru því miður hvorki þingið né nefndin upplýst um það að í samningaviðræðum milli þessara aðila hafi verið vélað um það hvernig búið ætti að vera um frumvarpið. (Forseti hringir.) Þetta eru vinnubrögð sem þingið á ekki að sætta sig við (Forseti hringir.) og við vonum að þau verði ekki viðhöfð hér í framtíðinni.