138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

atkvæðaskýring ráðherra.

[13:44]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við upplifðum í besta falli galla á fyrirkomulagi okkar hér þar sem við sáum hæstv. ráðherra blanda sér efnislega í umræðu sem hæstv. ráðherra tók ekki þátt í, hvorki á vettvangi nefndarinnar né í þingsal. Hann túlkar hlutina augljóslega með allt öðrum hætti en allir viðmælendur og umsagnaraðilar viðkomandi nefndar. Það er slæmt að geta ekki svarað fyrir það þegar menn beita rétti sínum til atkvæðaskýringar með þessum hætti. Það er kannski nokkuð sem við ættum að skoða, hvort við ættum að taka efnislega (Forseti hringir.) umræðu þegar við greiðum atkvæði.