138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[14:58]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni fyrir ræðu hans. Mig langar að beina til hans einni spurningu. Hann fjallaði nokkuð í fyrri hluta ræðu sinnar um svokallaða depóneringu eða þá gríðarlegu hagsmuni sem felast í því, sem við þekkjum báðir, fyrir eiganda kröfu að geta fengið tekjur af kröfunni þrátt fyrir að ekki sé búið að taka fullkomlega afstöðu til hennar.

Um er að ræða mikilvæga hagsmuni fyrir ríkið, við erum alveg sammála um það, en samt sem áður leggur Sjálfstæðisflokkurinn á það áherslu að málinu verði frestað. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvernig getur hann séð lausn á þessu vandamáli því að ef við frestum málinu hefði það í för með sér ákveðinn fjárhagslegan skaða fyrir ríkið, eins og hv. þingmaður veit?